Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. júlí 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þvílíkt test fyrir mig sem þjálfara, leikmennina og klúbbinn"
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos
Milos
Mynd: Getty Images
Víkingur mætir á morgun Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Um fyrri leik liðanna er að ræða og fer hann fram á heimavelli sænska liðsins.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í leikinn gegn Malmö í viðtali eftir sigurleikinn gegn KR á föstudagskvöld.

„Þetta er bara þvílíkt test fyrir mig sem þjálfara, þvílíkt test fyrir leikmennina og klúbbinn. Við mætum fullir sjálfstrausts. Við teljum okkur eiga möguleika en til þess þurfa allir að eiga sinn besta dag og öll smáatriði þurfa að vera á hreinu til þess að fara með gott veganesti í Víkina þar sem við mætum þeim á teppinu," sagði Arnar.

Hann var til viðtals daginn fyrir leikinn gegn KR líka.

„Við erum búnir að skoða Malmö mjög vel. Þetta er fyrst og fremst svaka lið en þeir hafa verið í smá lægð og það er möguleiki á móti þeim. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik. Þetta er rosa ævintýri fyrir okkar leikmenn, Malmö er einn af stærstu klúbbunum í Skandinavíu og Milos, sem er fyrrum Víkingur, er þjálfari þannig það er saga þarna líka. Völlurinn er geðveikur og þetta verður upplifun. Við teljum okkur eiga möguleika á að komast áfram."

Víkingur hefur unnið átta leiki í röð í öllum keppnum og hafði Halldór Smári Sigurðsson, herra Víkingur, þetta um leikinn gegn Malmö að segja:

„Mér líst mjög vel á það og ég hlakka mig til, held að við séum mjög vel stemmdir og komum á góðu 'rönni' inn í þann leik. Við verðum að treysta okkar 'systemi' og halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera gera. Það þýðir ekki að mæta í svona leik og byrja að gera eitthvað allt annað. Við gerum það ekki."

Malmö er ríkjandi meistari í Svíþjóð og tók Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks, við sem þjálfari liðsins í vetur. Liðið er í dag í fimmta sæti sænsku deildarinnar og eftir að hafa unnið tvo leiki í röð þar á undan tapaði liðið gegn Sundsvall á föstudag. Liðið hefur spilað þrettán leiki, skorað fjórtán mörk og fengið á sig tólf. Liðið er með 21 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Häcken sem á leik til góða.

Svíinn Isaac Thelin er markahæsti leikmaður liðsins í deildinni með fjögur mörk skoruð.
Arnar Gunnlaugs: Þýðir ekki að mæta á þennan völl og vera svona soft
Halldór Smári: Búið að vera svona síðan við vorum allir reknir útaf
Athugasemdir
banner