Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 04. júlí 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Tók sér pásu frá fótbolta en er „þvílíkt ánægð að vera komin aftur"
Icelandair
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í leik með Val í sumar.
Í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru sögusagnir um það í vetur að Elín Metta Jensen, einn öflugasti sóknarmaður Íslands, væri að leggja skóna á hilluna. En svo var ekki. Hún er núna að æfa með landsliðinu fyrir EM.

Elín var spurð út í þessar sögur í viðtali eftir æfingu landsliðsins í Þýskalandi í gær.

„Ég er búin að vera í krefjandi námi. Ég var á fjórða ári í læknisfræði núna í vetur. Það reyndi á og það var erfitt að púsla því saman með fótboltanum. Það var ástæðan fyrir því að ég fékk einhverjar vikur til að einbeita mér að náminu.”

„Það gekk bara upp að lokum. Ég er þvílíkt ánægð að vera komin aftur. Ég er búin með skólann núna og er komin í sumarfrí. Þannig að það er bara fótbolti núna.”

Á toppi deildarinnar
„Tímabilið hefur verið mjög fínt. Við erum búnar að standa okkur mjög vel og ég er ánægð með hvernig liðið hefur spilað. Við erum með mikla breidd sem er fagnaðarefni.”

Valur er á toppnum en þrátt fyrir það hefur verið talað um að liðið eigi smávegis inni, liðið geti gert enn betur.

„Ég held að við eigum nóg inni. Við erum enn að slípa okkur saman. Ég býst við að við verðum enn betri eftir hlé.”

Elín er gríðarlegur markaskorari. Hún er búin að gera fjögur mörk í níu leikjum í sumar. Á hún sjálf eitthvað inni?

„Já, en ég er samt búin að vera sátt með mína spilamennsku í sumar. Mér finnst ég vera að skila því til liðsins sem ég vil skila. Ef ég skora mörk er það bara plús,” segir Elín.

Allt viðtalið er í spilaranum hérna fyrir neðan.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Elín Metta laus við meiðsli: Er tilbúin að hjálpa landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner