Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. júlí 2022 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður Ronaldo fundar með Barcelona
Ronaldo til Barcelona?
Ronaldo til Barcelona?
Mynd: EPA
Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, er að athuga möguleikann á því að fara með leikmanninn til Barcelona en spænska netmiðillinn AS segir frá.

Þessi 37 ára gamli leikmaður hefur tjáð Manchester United að hann vilji yfirgefa félagið í sumar.

Liðið mun ekki spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þá er Ronaldo einnig óánægður með félagaskiptagluggann hjá félaginu, en hann telur að það vanti fleiri gæðaleikmenn inn í hópinn.

Chelsea, Bayern og Roma eru öll afar áhugasöm um að fá Ronaldo, sem er ekki mættur til æfinga hjá United.

AS kemur með óvænta frétt í kvöld en þar kemur fram að Mendes, umboðsmaður Ronaldo, sé að funda með Joan Laporta, forseta Barcelona og skoða þar möguleikann á að fara með Ronaldo á Nou Camp.

Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu erkifjenda þeirra í Real Madrid og því erfitt að sjá hann fyrir sér í treyju Börsunga.

Portúgalinn er að skoða alla möguleika þessa dagana en Manchester United hefur tekið það skýrt fram að leikmaðurinn verði ekki seldur í sumar og að Ronaldo virði samning sinn við félagið.
Athugasemdir
banner
banner