mið 04. ágúst 2021 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Hlaupa í minningu litla bróður þjálfara síns
Mynd: Aðsend
Aftureldingarstúlkur úr 3.flokki í fótbolta eru um þessar mundir að safna áheitum til styrktar Einstakra barna.

Málefnið er þeim kært því þær hlaupa í minningu Þorsteins Atla, litla bróður þjálfara flokksins.

Þær stefna á 10 km hlaup en skuli Covid koma í veg fyrir að Reykjavíkurmaraþonið fari fram munu þær samt efna loforðið og hlaupa kílómetrana um Mosfellsbæinn.

Við hvetjum öll sem eitt að heita á þessar ungu stúlkur sem vilja ekkert heitar en að sýna stuðning í verki og láta gott af sér leiða í krafti fjöldans.

Hægt er að heita á framtakið hérna
Athugasemdir
banner
banner