Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. ágúst 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tölfræðin lítur skelfilega út fyrir Árna Snæ
Árni Snær Ólafsson.
Árni Snær Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson, fyrirliði ÍA, tók sér sæti á bekknum þegar Skagamenn töpuðu fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla síðasta mánudagskvöld.

Nafni hans, Árni Marinó Einarsson, tók stöðu hans í síðasta leik. Það er klárlega hægt að velta því fyrir sér hvort það hefði ekki átt að gerast fyrr.

ÍA er búið að fá flest mörk á sig og er Árni Snær búinn að eiga ansi erfitt sumar ef rýnt er í 'Prevented goals' tölfræðina.

Þessi tölfræði mælir það hversu mörg mörk markvörður er að koma í veg fyrir miðað við hversu góð færi hann er að verja. Í þessari tölfræði er verið að blanda saman gæði tilrauna sem koma á markið og markafjölda sem liðið hefur fengið á sig.

Árni Snær er með langverstu tölfræðina af markvörðum deildarinnar. Hann er með -10,35. Er hann þá búinn að fá á sig rúmlega tíu mörkum meira en hann ætti að vera búinn að fá á sig.

Næsti maður fyrir ofan Árna er Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, sem er með -4,58. Ingvar hefur heilt yfir ekki átt gott sumar heldur.

ÍA hefur fengið á sig flest mörk í Bestu deildinni í sumar og er liðið sem stendur á botninum með átta stig eftir 15 leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Val á mánudagskvöld. Verður athyglisvert að sjá þá hver verður í markinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner