Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 04. september 2018 08:15
Elvar Geir Magnússon
Pogba búinn að segja United að hann vilji aftur til Juve?
Powerade
Pogba og Mourinho koma báðir við sögu í slúðurpakkanum. Ekki í fyrsta og ekki í síðasta sinn.
Pogba og Mourinho koma báðir við sögu í slúðurpakkanum. Ekki í fyrsta og ekki í síðasta sinn.
Mynd: Getty Images
Tekur Terry fram skóna með Villa aftur?
Tekur Terry fram skóna með Villa aftur?
Mynd: Getty Images
Mourinho, Pogba, Terry, Gracia, Kompany, Modric og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. Það er ýmislegt satt eða logið í ensku götublöðunum en BBC tók þennan pakka saman.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, grínaðist með það að hann óttaðist ekkert að missa starfið því það myndi kosta félagið svo rosalega háa upphæð að reka hann. (La Repubblica)

Pressan eykst á Steve Bruce, stjóra Aston Villa, sem vill fá John Terry (37) til að taka skóna fram aftur. Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur Villa dottið niður í 12. sæti Championship. Terry var fyrirliði Villa í fyrra en hætti að loknu tímabili. (Sun)

Eftir góða byrjun Watford á tímabilinu ætlar félagið að verðlauna Javi Gracia knattspyrnustjóra með nýjum samningi. (Mail)

Manchester City er tilbúið að bíða til loka tímabils áður en belgíski varnarmaðurinn Vincent Kompany (32) fær nýtt samningstilboð. (Sun)

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba (25) hefur tilkynnt Manchester United að hann vilji snúa aftur til Juventus í janúar. Hann vill að enska félagið fái nokkra mánuði til að finna leikmann í sinn stað. Samband Pogba við Jose Mourinho er reglulega til umfjöllunar. (Express)

Sporting Lissabon mun bjóða framherjanum Jovane Cabral (20) nýjan samning og hækka riftunarákvæði samnings hans upp í 40,5 milljónir punda eftir að Barcelona sýndi honum áhuga. (Ojogo)

FIFA hefur skrifað bréf til Inter og Real Madrid og sagst ekki ætla að aðhafast frekar vegna kvartana spænska félagsins um að það ítalska hafi rætt ólöglega við Luka Modric (32), króatíska miðjumanninn. (Gazzetta dello Sport)

Samningaviðræður Ander Herrera (29) og Manchester United hafa strandað og er spænski landsliðsmaðurinn til í að skoða janúarskipti. (Metro)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur ekki í hyggju að skipta um markvörð í Meistaradeildarleikjum og því útlit fyrir að Brasilíumaðurinn Alisson (25) muni spila þá leiki líka. (Guardian)

Liverpool vill fá akademíuleikmann frá Sunderland, Luca Stephenson (15) sem er miðjumaður. (Newcastle Chronicle)

Króatíski varnarmaðurinn Filip Benkovic (21) vill vera lánaður frá Leicester og er Celtic hans óskalið. (Leicester Mercury)

Lionel Messi (31) segir að vistaskipti Cristiano Ronaldo (33) frá Real Madrid til Juventus hafi komið sér á óvart. (AS)

Messi segir að Real Madrid hafi veikst með því að missa Ronaldo og tími sé kominn á að Barcelona vinni Meistaradeildina aftur. (El Pais)

Arthur (22), brasilíski miðjumaðurinn sem Barcelona fékk frá Gremio, minnir Messi á Xavi, fyrrum miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins. (Mundo Deportivo)

Sunderland er enn að reyna að selja senegalska varnarmanninn Papy Djilobodji (29) og Gabonmiðjumanninn (24) en félagið hefur neitað að borga þeim laun þar sem þeir skiluðu sér ekki á undirbúningstímabilið. (Sunderland Echo)


Athugasemdir
banner
banner