banner
   fös 04. september 2020 23:56
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: ÍH vann toppslag - SR að blanda sér í baráttuna
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hjörtur Júlíus Hjartarson gerði það sem reyndist sigurmark SR í mikilvægum toppbaráttuleik.
Hjörtur Júlíus Hjartarson gerði það sem reyndist sigurmark SR í mikilvægum toppbaráttuleik.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Aðsend
Úrslit hafa borist úr síðustu leikjum kvöldsins í 4. deildinni og var sannkallaður stórleikur í A-riðli þegar Ýmir tók á móti ÍH í toppbaráttunni.

Fyrir leikinn voru liðin jöfn á stigum í öðru sæti en í kvöld hafði ÍH betur og uppskar 0-3 sigur.

ÍH er í öðru sæti eftir sigurinn, einu stigi á eftir toppliði KFS. Ýmir er þremur stigum á eftir en með leik til góða og er því enn í toppbaráttunni.

Léttir lagði þá Afríku að velli með þremur mörkum á síðustu 20 mínútunum. Léttir er jafn Ými á stigum fyrir síðustu leiki deildartímabilsins og á ekki raunhæfa möguleika á að enda í einu af tveimur efstu sætunum.

A-riðill:
Léttir 3 - 0 Afríka
1-0 Sigurður Tómas Jónsson ('70)
2-0 Daníel Sæberg Hrólfsson ('73)
3-0 Jón Ágúst Engilbertsson ('85)

Ýmir 0 - 3 ÍH
0-1 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('62)
0-2 Pétur Hrafn Friðriksson ('65)
0-3 Garðar Ingi Leifsson ('83)



Í B-riðli hleypti Skautafélag Reykjavíkur lífi í toppbaráttuna með sigri á Kormáki/Hvöt á viðkvæmum tímapunkti.

SR er í þriðja sæti eftir sigurinn, fjórum stigum eftir KFR og fimm stigum eftir Kormáki/Hvöt en með leik til góða.

Bæði toppliðin eiga eftir að spila við Stokkseyri í lokaumferðinni og því geta Stokkseyringar gert SR stóran greiða með því að sigra suðurlandsslagina sem eru framundan.

B-riðill:
SR 3 - 2 Kormákur/Hvöt
1-0 Jóhannes Kári Sólmundarson ('5)
2-0 Breki Einarsson ('19)
3-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('60)
3-1 Viktor Ingi Jónsson ('73)
3-2 Sigurður Bjarni Aadnegard ('91)



Að lokum mættust KB og Hörður frá Ísafirði í D-deildinni og úr varð hörkuleikur þó hvorugt lið eigi möguleika á að komast í úrslitakeppnina.

KB komst yfir en Sigurður Arnar Hannesson sneri stöðunni við með þrennu á skömmum tíma.

KB var 1-3 undir fram að 70. mínútu en þá var Aroni Daníelssyni skipt inná. Aron skipti sköpum, hann skoraði tvennu og lagði þannig stóra hjálparhönd í að snúa leiknum aftur við.

KB skoraði þrjú mörk á lokakaflanum og uppskar 4-3 sigur.

D-riðill:
KB 4 - 3 Hörður Í.

1-0 Eyþór Guðmundsson ('12)
1-1 Sigurður Arnar Hannesson ('39)
1-2 Sigurður Arnar Hannesson ('43)
1-3 Sigurður Arnar Hannesson ('50)
2-3 Daníel Dagur Bjarmason ('71)
3-3 Aron Daníelsson ('72)
4-3 Aron Daníelsson ('80)

Það tekur tíma fyrir stöðutöflurnar að uppfærast
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner