Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. september 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alexis vildi fara aftur til Arsenal eftir eina æfingu hjá Man Utd
Alexis skoraði aðeins 5 mörk í 45 leikjum hjá Man Utd.
Alexis skoraði aðeins 5 mörk í 45 leikjum hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez yfirgaf Manchester United á frjálsri sölu í ágúst og skrifaði undir samning við Inter.

Hann tjáði sig í myndbandi á Instagram í gærkvöldi og talaði í sex mínútur. Þar tjáði hann meðal annars frá því að honum hafi liðið illa frá fyrsta degi hjá Manchester United.

Alexis var fenginn frá Arsenal í janúar 2018 en náði sér aldrei á strik með Rauðu djöflunum. Hann fékk ofurlaun þar sem Man Utd þurfti að toppa samningstilboð Man City.

Á þessum tíma var Alexis besti leikmaður ensku deildarinnar og gjörsamlega raðaði inn mörkunum spilandi á kantinum hjá Arsenal. Í heildina gerði Alexis 60 mörk í 122 úrvalsdeildarleikjum hjá Arsenal.

„Eftir fyrstu æfinguna hjá Man Utd áttaði ég mig á ýmsum hlutum. Þegar ég kom heim bað ég umboðsmanninn minn um að hætta við skiptin og senda mig aftur til Arsenal," sagði Alexis meðal annars í myndbandinu.

Með myndbandinu birti hann stutt skilaboð þar sem hann þakkaði fyrir dvölina hjá Manchester United á frekar þurran hátt.

„Dvöl minni hjá Manchester United er lokið og ég vil bara þakka fyrir mig. Þessum kafla er lokið."
Athugasemdir
banner
banner