Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. september 2020 10:50
Magnús Már Einarsson
Allir klárir gegn Englandi - Kári verður fyrirliði
Icelandair
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir leikmenn í íslenska landsliðshópnum eru klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á morgun.

„Það er reiknað með að allir leikmenn æfi í dag. Við höfum verið saman í fimm dag og það eru litlir hlutir hér og þar en það eru allir klárir í dag," sagði Erik Hamren á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

Margir fastamenn eru ekki í landsliðshópnum að þessu sinnu og þar á meðal er fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Hamren staðfesti á fréttamannafundi í dag að Kári Árnason verði fyrirliði í leiknum á morgun.

Sjá einnig:
Landsliðshópurinn gegn Englandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner