Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. september 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ansu Fati næstyngstur í sögu spænska landsliðsins
Mynd: Getty Images
Ansu Fati framherji Barcelona kom inn í hálfleik er Spánn gerði 1-1 jafntefli við Þýskaland í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.

Fati, sem verður 18 ára í október, tók stöðu hins 34 ára gamla Jesus Navas á hægri vængnum.

Fati varð þar með næstyngsti leikmaður í sögu spænska landsliðsins eftir Angel Zubieta spilaði gegn Tékklandi í apríl 1936, nokkrum árum fyrir upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar.

Zubieta var 17 ára og 284 daga gamall en Fati er þremur vikum eldri, eða 17 ára og 308 daga.

Til gamans má geta að Fati er 800. leikmaðurinn sem spilar fyrir landsliðið.

Fati kom við sögu í 24 leikjum með Barcelona í La Liga og skoraði 7 mörk á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner