Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 04. september 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Darmian er að skrifa undir þriggja ára samning við Inter
Mynd: Getty Images
Ítalski bakvörðurinn Matteo Darmian er að ganga í raðir Inter eftir eitt ár hjá Parma. Hann mun skrifa undir þriggja ára samning hjá félaginu.

Darmian var leikmaður Manchester United í fjögur ár en náði ekki að vinna sér inn byrjunarliðssæti. Í heildina spilaði hann þó 92 leiki fyrir Rauðu djöflana.

Darmian er gríðarlega fjölhæfur og getur spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður þó hann sé hægri bakvörður að upplagi. Hann er hugsaður sem varaskeifa hjá Inter.

Varnarmaðurinn verður 31 árs í desember og verður partur af frekar gömlu og reynslumiklu liði Inter. Þar eru varnarmenn á borð við Diego Godin, Ashley Young og Danilo D'Ambrosio sem eru allir komnir yfir þrítugsaldurinn.

Darmian á 36 leiki að baki fyrir Ítalíu en hefur ekki spilað síðan 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner