fös 04. september 2020 14:45
Magnús Már Einarsson
Drengirnir hjá Sindra á góðum batavegi - Forsetinn sendi kveðju
Sindravellir á Höfn í Hornafirði
Sindravellir á Höfn í Hornafirði
Mynd: Þorsteinn Jóhannsson
Sindri á Höfn í Hornafirði hefur greint frá því í yfirlýsingu að sex drengir og þjálfari þeirra séu á góðum batavegi eftir bílslys um síðustu helgi.

Slysið leit mjög illa út en leikmennirnir og þjálfarinn voru á heimleið eftir leik hjá 3. flokki Sindra.

Yfirlýsing Sindra
Drengirnir sex og þjálfari þeirra sem lentu í bílslysi í Öræfum þann 29. ágúst eru á batavegi og meiðsli þeirra ekki alvarleg. Þeir voru allir í beltum sem hægt er að þakka að ekki fór verr. Viðbragðsaðilar, heilbrigðisstarfsfólk og allir þeir sem aðstoðuðu á vettvangi slyssins unnu frábær störf í þágu þeirra sem lentu í slysinu.

Strákunum hafa borist kveðjur víða að. Forseti Íslands, formaður KSÍ og forsvarsmenn fjölda annara íþróttafélaga hafa sent strákunum kveðjur og bataóskir.

Knattspyrnudeild Sindra vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þessara aðila.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner