Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. september 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
England æfir ekki á Íslandi fyrir leik - Með grímur á fundum
Icelandair
Koma til Íslands í dag.
Koma til Íslands í dag.
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið mun ekkert æfa á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni á morgun.

Englendingar æfðu á æfingasvæði sínu St George's Park í dag en liðið kemur til Íslands í kvöld. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, segir að æfingavikan hafi verið öðruvísi út af reglum vegna kórónaveirunnar.

„Þetta hefur verið öðruvísi vika. Við höfum verið með grímur á fundum og annað slíkt. Leikmennirnir hafa aðlagast frábærlega. Við höfum átt frábæra æfingaviku og erum mjög spenntir til að spila fyrsta leik Englands í tíu mánuði," sagði Southgate á fréttamannafundi í dag.

Enska landsliðið mun vera áfram á Íslandi eftir leikinn og æfa á Laugardalsvelli á mánudaginn til að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Danmörku í Þjóðadeildinni á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner