Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. september 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Englendingar gætu átt erfitt með að verjast föstum leikatriðum Íslands
Icelandair
Ragnar Sigurðsson á hjólhestaspyrnu í leiknum fræga í Nice árið 2016.  Ragnar skoraði eftir langt innkast í leiknum.
Ragnar Sigurðsson á hjólhestaspyrnu í leiknum fræga í Nice árið 2016. Ragnar skoraði eftir langt innkast í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henry Winter, blaðamaður The Times, segir að helsta áhyggjuefni Englendinga í varnarleiknum séu föst leikatriði. England mætir Íslandi á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á morgun en í gegnum tíðina hefur íslenska liðið skorað mikið eftir föst leikatriði.

„Við erum frábærir í sóknarleiknum en skortir sköpunargleði á miðjunni og við getum lent í vandræðum varnarlega í föstum leikatriðum," segir Henry.

„England hefur hins vegar einn besta leikmann í heimi í Raheem Sterling. Trent Alexander-Arnold og Jadon Sancho einnig."

Ísland vann England eftirminnilega á EM 2016 en nokkrir af lykilmönnum Íslands verða fjarri góðu gamni á morgun.

„Það er synd að Ísland sé án mikilvægra leikmanna og það vanti menn eins og Gylfa og Aron Gunnarsson. Heilann og hjartað, miðjuna frá því í leiknum í Nice. Ísland verður einnig án Tólfunnar, tólfta mannsins, stuðningsmannasveitarinnar ykkar mögnuðu."

„England er með sterkara lið en í Nice. Enska liðið er klárlega sterkari andlega núna og Ísland er ekki með jafn sterkt lið núna svo þetta verður jafnara en árið 2016."

„Íslensku leikmennirnir vaxa þegar þeir fara í íslensku treyjuna, ég er einmitt mjög hrifinn af nýju treyjunni. Hún er betri en hjá Englandi. Ensku leikmennirnir hafa í gegnum tíðina bognað þegar þeir klæðast treyjunni með þremur ljónunum á. Ekki undir stjórn Southgate þó. Hann hefur breytt enska liðinu."


Sjá einnig:
Henry Winter: Gríðarlega mikil virðing fyrir íslenska liðinu
EM ævintýri Íslands - Þegar Ísland skellti Englandi í Nice
Athugasemdir
banner
banner
banner