Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. september 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Enskir stuðningsmenn eyðilagðir yfir því að komast ekki til Íslands
Icelandair
Enskir stuðningsmenn.
Enskir stuðningsmenn.
Mynd: Getty Images
Engir áhorfendur verða á leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á morgun. Englendingar eiga dygga stuðningsmenn sem hafa fylgt liðinu út um alla Evrópu en þeir geta ekki mætt á morgun.

„Ég hef talað við nokkra stuðningsmenn Englendinga sem eru pirraðir og nánast eyðilagðir yfir því að geta ekki komið á leikinn," sagði hinn virti blaðamaður Henry Winter hjá The Times í samtali við Fótbolta.net.

„Þeir hafa mætt á marga leiki með Englandi í röð og þeir vilja skoða Reykjavík, fara gullna hringinn, eiga gott kvöld og jafna sig síðan í Bláa lóninu."

Henry segir að í Englandi sé talsverð spenna fyrir að sjá nýja leikmenn í enska hópnum.

„Margir stuðningsmenn félagsliða eru pirraðir yfir tímasetnignuna á þessum leik en það er líka spenna í Englandi að sjá nýliða eins og (Mason) Greenwood, (Phil) Foden og (Jack) Grealish í hópnum."

Sjá einnig:
Henry Winter: Gríðarlega mikil virðing fyrir íslenska liðinu
Englendingar gætu átt erfitt með að verjast föstum leikatriðum Íslands
EM ævintýri Íslands - Þegar Ísland skellti Englandi í Nice
Athugasemdir
banner
banner