Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. september 2020 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FSF 
FH kallar Gunnar Nielsen frá Færeyjum - Ekki með gegn Andorra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Nielsen, markvörður FH og landsliðsmarkvörður Færeyja, hefur verið kallaður aftur til Hafnarfjarðar og verður því ekki með Færeyjum í næsta leik gegn Andorra í Þjóðadeildinni.

Gunnar varði mark Færeyja í 3-2 sigri gegn Möltu í gærkvöldi og er mikilvægur leikur gegn Andorra á dagskrá á sunnudaginn.

„Það er synd að ég geti ekki verið með gegn Andorra en það er ekkert sem ég get gert í því. Ég er bara ótrúlega ánægður með sigurinn í gær og er viss um að liðið eigi eftir að standa sig vel í Andorra," sagði Gunnar í samtali við færeyska knattspyrnusambandið.

Gunnar, sem verður 34 ára í október, er aðalmarkvörður FH og er búinn að spila tíu leiki í Pepsi Max-deildinni á tímabilinu.

Næsti leikur FH er gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum á fimmtudag og þar sem Gunnar þarf að fara í fimm daga sóttkví við komuna til Íslands þá mun hann ekki spila gegn Andorra.
Athugasemdir
banner
banner