Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. september 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Frestað viðureign Tékklands og Skotlands vegna Covid-19
Mynd: Getty Images
Skotland átti að heimsækja Tékkland í Þjóðadeildinni næsta mánudag en leiknum verður frestað vegna kórónuveirunnar.

Tékkneska knattspyrnusambandið greinir frá þessu eftir að upp komst um smit í þjálfarateymi landsliðsins. Tomas Soucek, miðjumaður West Ham, og Patrik Schick, framherji Bayer Leverkusen, voru sendir í sóttkví eftir samskipti við umræddan þjálfara og voru ekki í leikmannahópi Tékka sem lagði Slóvakíu að velli fyrr í kvöld. Soucek og Schick eru lykilmenn í liði Tékka.

Skoska knattspyrnusambandið hefur verið látið vita og hefur sent beiðni á UEFA til að fá nánari útskýringu.

Tékkneska landsliðið var sakað um að fara ekki eftir Covid-19 reglum sem settar voru af UEFA en neitaði því alfarið. Í stað þess að fljúga 200 kílómetra til að spila við Slóvakíu skiptu landsliðsmenn sér niður í bíla og keyrðu í nágrannaslaginn.

Skotland gerði 1-1 jafntefli við Ísrael fyrr í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner