Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 04. september 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Henry Winter: Gríðarlega mikil virðing fyrir íslenska liðinu
Icelandair
Henry Winter.
Henry Winter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gríðarlega mikil virðing fyrir íslenska liðinu í Englandi eftir EM," segir blaðamaðurinn Henry Winter hjá The Times í samtali við Fótbolta.net.

Ísland mætir Englandi í Þjóðadeildinni á morgun en það er í fyrsta skipti sem þjóðirnar mætast síðan í Nice í Frakklandi í EM árið 2016.

Ísland sló þá England út í 16-liða úrslitum. Henry var á vellinum og man vel eftir leiknum.

„Leikurinn frá því 2016 er ennþá í huga Englendinga. Við Englendingar munum eftir stöðunum sem við töpum illa á. Torino, St-Etienne, Shizuoka, Gelsenkirchen, Nice og svo framvegis. Nöfnin á þessum stöðum eru föst í huga okkar og martröðum," segir Henry.

„Myndbönd frá Nice eru ennþá endursýnd. Leikmenn eru spurðir út í þetta. En þetta er öðruvísi enskt lið núna. Djarfari, hógværari, hæfileikaríkari, mun fljótari og með miklu meiri breidd."
Athugasemdir
banner
banner
banner