Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. september 2020 09:45
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds velur líklegt byrjunarlið Íslands gegn Englandi
Icelandair
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjar Ögmundur í markinu?
Byrjar Ögmundur í markinu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Englandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á morgun

Þjálfarinn reyndi Kristján Guðmundsson hefur fylgst náið með landsliðinu í áraraðir og Fótbolti.net fékk hann til að stilla upp líklegu byrjunarliði fyrir leikinn.

Fastamenn eru fjarri góðu gamni að þessu sinni og því erfiðara en oft áður að spá fyrir um byrjunarliðið.

„Leikurinn gegn Englandi er ögrandi verkefni fyrir landsliðsþjálfarana sem koma alltaf út sem sigurvegarar sama hver úrslit verða. Það er komið að leiknum þar sem okkar allra bestu leikmenn undanfarinna ára verða ekki með og það einmitt í leiknum langþráða gegn Englendingum. Til að bæta gráu ofan á svart þá fær Tólfan ekki leyfi til að halda uppi stemmningu á vellinum ásamt Röddinni og þeim þúsundum sem annars hefðu dúðað sig á völlinn til að hvetja liðið áfram," segir Kristján.

„Það verður verulega athyglisvert að sjá hvernig leikmenn bregðast við þessum breyttu aðstæðum. Mín tilfinning er að landsliðsmennirnir okkar munu vaxa með verkefninu, axla meiri ábyrgð og ég tala nú ekki um að sjá hérna tækifæri til að koma sér inn í byrjunarliðið í leikjum komandi mánaða."

„Líklega er hér tækifærið á að láta Ögmund spila báða leikina í þessari lotu þar sem Hannes fer ekki með í leikinn gegn Belgum og sjá hvort hann taki ekki stöðuna traustum höndum. Svo er að sjá hvaða blöndu landsliðsþjálfararnir vilja sjá á miðjunni og hvaða leikmenn fá tækifærið þar. spenntastur er þó ég fyrir að sjá hverjir af hinum fjölmörgu efnilegu ungu sóknarmönnum fá stóru tækifærin í þessum tveimur leikjum hvort sem það er í tveimur af fremstu stöðunum eða á köntunum."


Hér að neðan má sjá byrjunarlið Kristjáns.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner