Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 04. september 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ramos, Kroos og Modric tjáðu sig um Messi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, hefur mætt Lionel Messi oft í El Clasico slögunum í spænska boltanum.

Hann hefur tjáð sig um framtíð Messi sem vill yfirgefa Barcelona á frjálsri sölu fyrir næstu leiktíð. Hann telur Messi hafa öðlast réttinn á að ákveða sína framtíð sjálfur en vill ekki sjá argentínska snillinginn fara úr spænska boltanum, því Ramos finnst spennandi að spila gegn bestu leikmönnum heims.

„Messi hefur öðlast réttinn til að ákveða sína eigin framtíð en ég er ekki viss um að hann sé að fara bestu leiðina að því. Hvorki fyrir spænska knattspyrnu né Barcelona," sagði Ramos.

„Messi gerir spænsku deildina betri. Hann gerir El Clasico leikina betri því við viljum vinna gegn þeim bestu. Hann er einn af þeim bestu í heimi."

Toni Kroos, liðsfélagi Ramos hjá Real, svaraði sömu spurningu í öðru viðtali. Þar sagði hann að leikmenn Real myndu ekki sakna hans sárt ef hann færi.

„Messi er einn af bestu leikmönnum allra tíma. Ef leikmaður sem býr yfir hans gæðum hættir að spila fyrir okkar helstu andstæðinga þá er augljóst að við myndum ekki sjá of mikið eftir honum."

Luka Modric, sem spilar við hlið Kroos á miðjunni hjá Real, telur að Börsungar muni aðlagast rétt eins og Real gerði þegar Cristiano Ronaldo var seldur til Juventus.

„Þetta yrði mikill gæðamissir fyrir deildina en leiðin liggur alltaf framávið. Aðrir leikmenn munu verða stórstjörnur. Eins og þegar Cristiano fór þá hélt lífið áfram og Real aðlagaðist nýjum aðstæðum."

Modric er eini leikmaður heims fyrir utan Messi og Ronaldo til að hafa unnið Gullknöttinn á síðustu tólf árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner