Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. september 2020 12:16
Magnús Már Einarsson
Southgate fór yfir það hvað England lærði af tapinu gegn Íslandi
Icelandair
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að liðið hafi lært mikið síðan í 2-1 tapinu gegn Íslandi á EM í Frakklandi árið 2016. Ísland og England mætast í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á morgun.

Southgate segist hafa talað um það við leikmenn sína að örvænta ekki ef þeir lenda undir í leikjum og halda áfram að vera þolinmóðir í leit að færum.

„Það mikilvægasta sem við í þjálfarateyminu lærðum af leiknum gegn Íslandi er þolinmæði ef þú lendir undir," sagði Southgate á fréttamannafundi í dag.

„Þú undirbýrð lið oft fyrir stöðuna 0-0 en þú vilt ekki tala um hvað gerist ef þú lendir undir. Það skiptir ekki máli hversu vel þú spilar, í öllum fótboltaleikjum getur andstæðingurinn skorað upp úr engu.

„Þá snýst þetta um ákvörðunartöku undir pressu og þolinmæði til að skapa góð færi. Við höfum unnið í að skapa betri færi undanfarin ár. Við töluðum mikið um þetta. Leikmenn vita það að ef við lendum undir höldum við áfram að spila eins og við gerum vanalega og erum rólegir."

„Við tökum rétta ákvarðanir hvenær við skjótum á markið og hvenær ekki. Við höfum vaxið og þetta er ein af þeim reynslum sem við höfum lært af."


Sjá einnig:
EM ævintýri Íslands - Þegar Ísland skellti Englandi í Nice
Athugasemdir
banner
banner