Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 04. september 2020 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan leitar að yfirþjálfara fyrir yngri flokka kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Stjörnunnar leitar að kraftmiklum leiðtoga til að taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka kvenna. Aðili kemur að uppbyggingu öflugustu yngri flokka landsins í knattspyrnu.

Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á öllu faglegu barna- og unglingastarfi kvenna innan knattspyrnudeildar, í samráði við barna- og unglingaráð og framkvæmdastjóra.

Starfssvið yfirþjálfara yngri flokka kvenna:
- Fagleg forysta um þjónustu við iðkendur.
- Uppbygging liðsheildar ásamt ábyrgð á þjálfaramálum.
- Yfirumsjón með skipulagi starfsins og hæfileikamótun.
- Stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð í samvinnu við barna- og unglingaráð.
- Þjálfun eins til tveggja flokka samhliða hlutverki yfirþjálfara.
- Fylgjast reglubundið með leikjum allra flokka og leiðbeina þjálfurum í faglegu starfi.
- Skipulagning á æfingatöflu í samráði við aðrar deildir, deildastjóra og starfsmenn félags.
- Reglulegir samráðsfundir með þjálfurum yngri flokka.
- Reglulegir stöðufundir með og framkvæmdastjóra, deildarstjóra sem og barna- og unglingaráði.
- Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra, framkvæmdastjóra og barna- og unglingaráð.

Menntunar- og hæfnikröfur:
- UEFA-A þjálfaragráða er skilyrði.
- KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elite A Youth) þjálfaragráða æskileg.
- Bsc. gráða íþróttafræði/íþrótta- og heilsufræði skilyrði.
- Reynsla af þjálfun sem aðalþjálfari í knattspyrnu skilyrði.
- Brennandi áhugi á uppbyggingu yngri flokka knattspyrnudeildar og innleiðingu stefnu hennar.
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, drifkraftur og frumkvæði.
- Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum.
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar.
- Hreint sakavottorð.
- Umsóknarfrestur er til og með 10. september 2020. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Félagið áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Ítarleg ferilskrá ásamt meðmælum, kynningarbréf og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið skal berast til Ásu Ingu Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra Stjörnunnar á netfangið [email protected] merkt yfirþjálfari knattspyrnudeildar kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner