Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. september 2020 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Noregur tapaði á heimavelli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í B-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld og tveir í C-deildinni.

Frændur okkar í Noregi fengu Austurríkismenn í heimsókn og lentu tveimur mörkum undir áður en Erling Braut Haaland náði að minnka muninn eftir fasta fyrirgjöf frá Alexander Sörloth.

Norðmenn sáu ekki til sólar í leiknum og voru heppnir að tapa ekki stærra. Haaland skoraði með eina skoti Norðmanna sem hæfði markrammann.

Norður-Írar voru marki undir og manni færri í tæpa klukkustund en náðu jafntefli í Rúmeníu á meðan Skotar gerðu 1-1 jafntefli við Ísrael. Tékkar höfðu svo betur gegn nágrönnum sínum í Slóvakíu.

Í C-deildinni hafði Kasakstan betur á útivelli gegn Litháen og Albanía lagði Hvíta-Rússland að velli.

B-deild
Riðill 1:
Noregur 1 - 2 Austurríki
0-1 Michael Gregoritsch ('35 )
0-2 Marcel Sabitzer ('54 , víti)
1-2 Erling Haland ('66 )

Rúmenía 1 - 1 Norður-Írland
1-0 George Puscas ('25 )
1-1 Gavin Whyte ('86 )
Rautt spjald: Josh Magennis, Northern Ireland ('39)

Riðill 2:
Skotland 1 - 1 Ísrael
1-0 Ryan Christie ('45 , víti)
1-1 Eran Zahavi ('73 )

Slovakia 1 - 3 Czech Republic
0-1 Vladimir Coufal ('48 )
0-2 Borek Dockal ('53 , víti)
0-3 Michal Krmencik ('86 )
1-3 Ivan Schranz ('88 )

C-deild
Litháen 0 - 2 Kasakstan
0-1 Baktiyor Zainutdinov ('3 )
0-2 Islambek Kuat ('86 )

Hvíta-Rússland 0 - 2 Albanía
0-1 Sokol Cikalleshi ('23 )
0-2 Keidi Bare ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner