Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 04. september 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
Tólfan sýnir samstöðu - Enginn hittingur í kringum leikinn
Icelandair
Tólfan verður ekki á vellinum á morgun.
Tólfan verður ekki á vellinum á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Engir áhorfendur verða leyfilegir á leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni á morgun. Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 16:00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

„KSÍ hvetur fólk til klæða sig í bláa liti og horfa á leikinn í sjónvarpi í góðum félagsskap. Engir áhorfendur eru leyfðir á Laugardalsvelli, eins og knattspyrnuáhugafólk veit, og fólk því vinsamlegast beðið að leggja ekki leið sína að Laugardalsvellinum," segir á vef KSÍ í dag.

Stuðningsmannasveitin Tólfan ætlar að sýna ábyrgð með þvi að efna ekki til hittinga í kringum leikinn.

„Til að sýna samstöðu í verki í baráttunni gegn faraldri Kórónaveirunnar hefur stjórn Tólfunnar ákveðið að efna ekki til hittinga í kringum leikinn en hvetja þess í stað alla að horfa á leikinn í heimahúsi og styðja strákana okkar þaðan," segir í yfirlýsingu frá Tólfunni.

Tilkynning vegna leiks Íslands og Englands næsta laugardag!

Eins og allar Tólfur landsins vita þá verða stuðningsmenn...

Posted by Stuðningssveitin Tólfan on Miðvikudagur, 2. september 2020

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner