lau 04. september 2021 18:45
Aksentije Milisic
3. deild: Toppbaráttan þéttist - Ægir og Sindri töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fram fjórir leikir í 3. deild karla í dag og var nokkuð um óvænt úrslit.

KFS og Ægir áttust við í Vestmannaeyjum en KFS hefur verið á miklu skriði að undanförnu. Stutt er síðan liðið var í mikillri fallbaráttu en nú er liðið einungis fjórum stigum frá öðru sætinu.

KFS lagði Ægi að velli 3-1 og á sama tíma tapaði Sindri á útivelli gegn Einherja. Slæm úrslit í toppbaráttunni hjá Sindra og Ægi en á sama tíma lífsnauðsynlegur sigur hjá Einherja, sem er nú í tíunda sæti deildarinnar.

Topplið deildarinnar, Höttur/Huginn gerði 2-2 jafntefli gegn Dalvík/Reyni og á sama tíma skildu Víðir og Tindastóll jöfn, 1-1.

KFS 3-1 Ægir
1-0 Eyþór Orri Ómarsson ('16)
2-0 Frans Sigurðsson ('39)
3-0 Arnar Breki Gunnarsson ('47)
3-1 Stefan Dabetic - Víti ('53)

Einherji 2-1 Sindri

Höttur/Huginn 2-2 Dalvík/Reynir

Víðir 1-1 Tindastóll
0-1 Raul Sanjuan Jorda ('65)
1-1 Jóhann Þór Arnarsson ('70)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner