Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. september 2021 13:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allt á áætlun hjá Arsenal
Edu og Arteta
Edu og Arteta
Mynd: Getty Images
Edu, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal segist vera ánægður með leikmennina sem félagið keypti í sumar.

Arsenal keypti Ben White, Martin Odegaard, Aaron Ramsdale, Takehiro Tomiyasu, Albert Sambi Lokonga og Nuno Tavares fyrir samtals 160 milljónir punda, meira en öll stærstu lið Englands eyddu í sumar.

Arsenal hefur ekki unnið leik og ekki skorað mark í Ensku Úrvalsdeildinni í sumar og eru stuðningsmenn mjög áhyggjufullir.

„Ég er mjög ánægður af því að áætlunin sem við byrjuðum að vinna í fyrir ári síðan er klár. Það gerir mig mjög glaðann af því að áætlunin, öll skrefin, öll vinnan sem við settum saman er klár," sagði Edu.

„Já ég skil aðdáendurna vegna þess að þeir hafa ekki séð liðið spila saman ennþá. Það er ein af ástæðunum en ég held að við þurfum að skoða þetta í víðara samhengi en að sjá bara verðið á þeim. Við keyptum sex leikmenn sem eru allir undir 23 ára aldri sem hefur mikið að segja hvað varðar okkar áætlun."
Athugasemdir
banner
banner
banner