Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. september 2021 14:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal með augastað á fyrrum leikmanni Tottenham
Mynd: Getty Images
Það hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Arsenal í upphafi tímabils. Liðið er á botni Ensku Úrvalsdeildarinnar með 0 stig og ekki skorað mark.

Mikel Arteta stjóri liðsins nýtir landsleikjahléið til að finna lausn á vandamálinu. Arsenal hefur verið að spila með fjögurra manna vörn á þessari leiktíð en var að vinna með þriggja manna vörn á síðustu leiktíð.

Arsenal mætti Brentford í æfingaleik á dögunum þar sem liðið var aftur komið í þriggja manna vörn og vann 4-0. Japaninn Tomiyasu gekk til liðs við Arsenal á dögunum en hann er hægri bakvörður sem getur spilað miðvörð.

Samkvæmt fréttum Sky Sports hefur Arteta hugsað Tomiyasu sem þriðja miðvörðinn í þriggja manna vörn. Þá hafi Arsenal áhuga á að fá Serge Aurier sem yfirgaf Tottenham á dögunum til að spila stöðu hægri vængbakvarðar.
Athugasemdir
banner
banner