Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. september 2021 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átta sig á því að einhverjum þyki skrítið að Viðar hafi byrjað
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli á fimmtudaginn þegar Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði landsliðsins gegn Rúmeníu. Viðar var ekki í upprunalega leikmannahópnum fyrir þetta landsliðsverkefni en var kallaður inn þegar ljóst var að Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki með liðinu í þessum glugga.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í Viðar Örn og þá ákvörðun að hafa hann í byrjunariðinu á fimmtudaginn.

Hefðiru átt að velja hann í upprunalega hópinn?

„Nei, ég hefði ekki átt að gera það. Kolbeinn var í upprunalega hópnum og upphaflega hugsunin var að Kolbeinn væri senter númer eitt. Við værum svo með Albert númer tvö Andra Lucas sem ungan senter sem við viljum sjá," sagði Arnar á fréttamannafundi í dag.

„Við töldum að þetta verkefni hentaði Andra Lucasi betur en U21 verkefnið. Svo þegar Kolli dettur út þá tökum við Viðar Örn inn. Auðvitað gerum við okkur alveg grein fyrir því að það er skrítið fyrir þjóðina og fótboltaáhugamenn að þú poppir úr því að verða fjórði senter og byrjir svo bara inn á."

„Við erum að hugsa líka til lengri tíma, reyna að þróa liðið í átt að næstu keppni. Eiður Smári og ég erum meðvitaðir um það að þetta tekur tíma. Við teljum að við séum með mjög gott lið núna en við eigum líka að vera með mjög gott lið eftir ár og eftir tvö ár."

„Eftir að Kolli dettur út var Viðar Örn orðinn sá senter sem hentaði best fyrir leikinn á móti Rúmeníu,"
sagði Arnar.

Sjá einnig:
Viðar Örn í viðtali eftir Rúmeníuleikinn
Athugasemdir
banner
banner