Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. september 2021 10:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Campbell ánægður með framtíðarsýn Arsenal
Mynd: Getty Images
Sol Campbell fyrrum varnarmaður Arsenal segist vera ánægður með viðskipti félagsins í sumar.

Hann er ánægður með jafnvægið milli góðra og efnilegra leikmanna í liðinu. Arsenal hefur keypt sterka leikmenn á borð við Martin Odegaard, Aaron Ramsdale og Ben White í bland við unga og efnilega leikmenn.

„Takehiro Tomiyasu frá Bologna. Hann er varnarmaður sem er gott, 22 ára og virkar sterkur, annar efnilegur leikmaður. Það er það sem við erum að sjá núna," sagði Campbell.

„Kaupa leikmann sem er klár strax og svo kaupa efnilega. Ég myndi gera það þannig og byggja upp næstu 2-3 árin. Kaupa leikmann sem gefur þér árangur strax eða leikmann sem hefur sannað sig og er líklegri til að ganga vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner