Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   lau 04. september 2021 17:20
Aksentije Milisic
Davíð Smári: Bensínlausir og ótrúlega slakir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir og Fjölnir áttust við á Domusnovavellinum í dag í Lengjudeild karla.

Fjölnir vann leikinn með fjórum mörkum gegn einu þar sem Hans Viktor Guðmundsson gerði tvennu fyrir gestina.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  4 Fjölnir

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var skiljanlega svekktur í leikslok.

„Við vorum ótrúlega slakir. Bensínlausir í þessum leik. Við áttum ekkert skilið úr þessum fyrri hálfleik sérstaklega og mér fannst kaflar í seinni hálfleiknum þar sem við vorum að koma okkur í góðar stöður en markvörðurinn þeirra á nokkrar frábærar vörslur," sagði Davíð.

Davíð var ekki sammála því þegar fréttamaður spurði hann hvort það hafi verið Sigurjóni Daða Harðarsyni, markverði Fjölni, að þakka að Kórdrengirnir hafi ekki náð í betri úrslit.

Nei, ég er svosem ekki sammála því. Með fullri virðingu fyrir Fjölni sem spilaði flottan leik í dag, þá held ég að við hefðum tapað gegn öllum liðum í deildinni eins og við byrjuðum sérstaklega fyrri hálfleikinn."

„Við ætlum að enda þetta mót með sæmd. Nú loksins fáum við viku hvíld og við höfum ekki fengið það síðan bara einhverntímann snemma í júlí eða hvað það var sko, það er bara mjög kærkomið að fá þessa hvíld og við ætlum að hlaða batterýin núna."

Nánar er rætt við Davíð í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner