banner
   lau 04. september 2021 12:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emerson Royal: Barcelona særði mig
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Emerson Royal gekk til liðs við Tottenham frá Barcelona á lokadegi félagsskipta gluggans. Hann kemur í stað Serge Aurier sem rifti samningnum sínum við Tottenham.

Emerson var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu hjá Barcelona tveimur dögum áður en hann gekk til liðs við Tottenham. Það kom honum því á óvart að hann hafi verið seldur.

Hann tók þátt í öllum þremur leikjum Barcelona á tímabilinu, þrátt fyrir að vera ánægður með að vera kominn til Tottenham er hann sár útí Barcelona hvernig félagið meðhöndlaði sig.

„Barcelona særði mig. Þeir gátu gert þetta öðruvísi, það voru betri leiðir til að laga þetta. Þeir sögðu mér að ég yrði að fara. Þegar ég mætti var ég viss um að Barcelona vildi ekki selja mig. Að sjá það sem á undan hefur gengið er það ljóst að þegar ég kom voru þeir með hugann við að selja mig," sagði Emerson Royal í viðtali við Marca.

„Ég hélt að félagið vildi að ég yrði áfram. Ég var í byrjunarliðinu á sunnudaginn, næsta dag vaknaði ég og fór í rólegheitum á æfingu. Ég sá um leið að eitthvað væri að gerast. Þetta var nánast klappað og klárt. Ég skildi ekki hvað var í gangi. Seinni part dags var mér tjáð að þeir vildu selja mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner