lau 04. september 2021 22:30
Aksentije Milisic
„FCK er ekki að rétta honum einhverja stöðu þarna, hann verður að hafa fyrir því"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson var gestur hjá Elvari Geir Magnússyni og Tómasi Þór Þórðarsyni í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag.

Ísak Bergmann var einn af þeim sem var ræddur í þættinum í dag en FCK keypti Ísak frá Norrköping. Þar skrifaði Skagamaðurinn ungi undir samning til 2026.

„Þetta er mjög flott skref. FCK er sennilega stærsti klúbburinn í Skandinavíu og þetta er klárlega skref upp á við. Hann er að fara þarna í meira krefjandi umhverfi. Hann var kominn, held ég, á ákveðna endastöð í Norrköping, þannig að ég held að þetta sé bara mjög flott," sagði Bjarni.

„Það var náttúrulega mikið tala um mikið af stórum liðum og mikið pælt, en svo náttúrulega er ástandið bara svolítið sérstakt, en ég er fyrir hans hönd ofboðslega sáttur.

„Það held ég, að það sé verið að sækja hann og kaupa hann á ágætis upphæð og ég held að það sé fimm ára samningur. Þannig að það verður erfiðara, þeir eru ekki að rétta honum einhverja stöðu þarna, hann þarf að hafa fyrir því en hann getur svo sannarlega gripið það," sagði Bjarni þegar Tómas spurði hvort að Ísak fái mikið að spila hjá FCK.

„Ísak er rosalega vinnusamur, með gott auga fyrir spili og vill tengja og eins og þú sást kannski á leiknum hérna, því hærra level sem hann fer á þá lyftir hann sínum leik, hann fylgir og getur fylgt og skilur. Hann hlustar á allt sem er verið að segja við hann, hann notar ekki þetta allt, en hann hlustar og svo vegur hann og metur sjálfur. Hann er ofboðslega klókur."
Útvarpsþátturinn - Landsliðsumræða með Bjarna Guðjóns
Athugasemdir
banner
banner
banner