Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 04. september 2021 15:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giskað á það hvernig byrjunarlið Íslands verður á morgun
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Norður-Makedóníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli annað kvöld.

Það er alltaf erfitt verkefni að stilla upp í líklegt byrjunarlið íslenska liðsins þessa dagana, en maður reynir!



Jóhann Berg Guðmundsson æfði ekki í dag og þá voru þeir Birkir Bjarnason og Mikael Neville Anderson á strigaskóm á æfingunni. Það er því ekki búist við því að þeir byrji leikinn.

Kári Árnason er klár í slaginn og er búist við því að hann komi inn í byrjunarliðið, og verði með fyrirliðabandið. Brynjar Ingi Bjarnason er líklegur til að vera við hans hlið.

Það verða ungstirni á miðsvæðinu með Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir aftan. Svo eru fremstu þrír ekki gamlir heldur!

Rúnar Alex Rúnarsson er líklegur til að halda sæti sínu í markinu eftir góðan leik gegn Rúmeníu. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, vildi ekki gefa upp hver verður í marki á fréttamannafundi í dag.

Þetta er mögulega ágætis gisk en svo verður bara að sjá hvað gerist á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner