Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. september 2021 17:45
Aksentije Milisic
Goðsagnir Juventus segja að Ronaldo hafi ekki sýnt félaginu virðingu
,,Bless bless
,,Bless bless
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Manchester United fyrir rúmri viku síðan eins og flestir ættu að vita.

Þessi 36 ára gamli Portúgali var í þrjú ár í Tórínó borg en nú mættur aftur til Manchester. United mun greiða alls 19,4 milljónir punda fyrir þennan stórkostlega leikmann.

Tvær goðsagnir Juventus, Sergio Brio og Alessio Tacchinardi, gagnrýna Ronaldo harkalega og segja þeir að leikmaðurinn hafi hvorki sýnt stuðningsmönnum liðsins né félaginu sjálfu, virðingu.

„Hvernig Ronaldo yfirgaf félagið var ekki rétt. Hann hoppaði upp í sína einkaflugvél á meðan Allegri var að undirbúa liðið fyrir leikinn gegn Empoli. Ég bjóst við blaðamannafund þar sem hann kveður stuðningsmennina. Þeir áttu eitthvað öðruvísi skilið," sagði Tacchinardi sem lék í 13 ár með Juventus og vann sex Serie A titla.

Sergio Brio, sem vann deildina fjórum sinnum með Juventus á sínum tíma, tók í svipaðan streng og Tacchinardi.

„Juventus á skilið meiri virðingu, ég bjóst ekki við að Ronaldo myndi yfirgefa félagið svona. Þetta var ljótt hjá honum."

Ronaldo gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um næstu helgi en þá mætir liðið Newcastle United á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner