banner
   lau 04. september 2021 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hefur miklar áhyggjur af áformum FIFA
Aleksander Ceferin
Aleksander Ceferin
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin forseti UEFA hefur miklar áhyggjur af áformum FIFA um að halda HM á tveggja ára fresti.

Hann telur að tímasetningin sé mjög slæm þar sem fótboltaheimurinn sé enn að þjást af völdum heimsfaraldursins.

Arsene Wenger fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal sem starfar núna hjá FIFA hafði þetta um málið að segja;

„Markmiðið er að bæta fótboltann með því að bæta við keppnum og bæta lög og reglur leiksins," sagði Wenger við franska fjölmiðla.

„Leikir landsliða haldast óbreyttir til ársins 2024 en það gætu orðið breytingar eftir það."
Athugasemdir
banner
banner