Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 04. september 2021 15:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikæfing markmanna skiptir ekki máli - Tími Rúnars er kominn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson var gestur hjá Elvari Geir Magnússyni og Tómasi Þór Þórðarsyni í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag.

Þeir ræddu landsliðið fram og til baka. Bjarni lýsti leiknum gegn Rúmeníu og þar talaði Bjarni um að það væri kominn tími á að gefa Rúnari Alex Rúnarssyni byrjunarliðssæti í landsliðinu.

„Hannes er frábær markmaður, ég spilaði með honum í KR, ótrúlegur liðsmaður, þetta hefur ekkert með hann að gera. Það kemur að þessu hjá okkur öllum að sígur á seinni hlutann og allt í einu lýkur þessu, besti markmaður íslands. Ef við værum að setja saman besta byrjunarlið Íslands þá væri Hannes alltaf í markinu hjá mér," sagði Bjarni í útvarpsþættinum.

„Ég held hinsvegar að það sé búið og með fullri virðingu fyrir því sem er verið að gera hér heima og í skandinavíu þá held ég að það sé ekki hægt að likja því við það sem Rúnar Alex er búinn að ganga í gegnum hjá Arsenal núna tvö ár. Að vera að spila eða ekki, leikirnir eru það létta fyrir markmenn, Þeir eru ekkert að verja, 3-4 kannski 10 skot þá er brjálað að gera. Á æfingum verja þeir kannski 100 sinnum."

„Þannig að leikæfing hjá markmanni er kannski pínu ofmetin en vissulega hefur það eitthvað með þetta að gera. Mér finnst það ekki vera vandamál hjá Rúnari Alex, mér fannst ég sjá það í leiknum, við getum spilað út þó það komi þrír og standi nálægt vítateignum. Það voru uppsett atriði úr útspörkum þar sem Rúnar veit hvert hann sparkar og er sennilega einn best sparkandi markmaður sem maður hefur kynnst."

Hannes hefur verið fastamaður í mörg ár í landsliðinu. Nokkrir markmenn hafa reynt fyrir sér en oftar en ekki fallið á prófinu.

„Að vera markmaður og fá einn leik og veist alltaf að Hannes er að koma, ég þarf að eiga stjörnuleik til að halda honum fyrir aftan mig," sagði Bjarni.

„Við höfum oft grínast með það þegar Hannes fær hvíldina því þá fá markverðirnir alltaf 2-3 mörk. Það hlítur að blunda í þeim að það sé alltaf bara þessi leikur eða ekkert," sagði Tómas Þór.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsumræða með Bjarna Guðjóns
Athugasemdir
banner
banner
banner