Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. september 2021 16:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Vestri vann við erfiðar aðstæður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Vestri 2 - 0 Þór
1-0 Jesus Maria Meneses Sabater ('42 )
2-0 Benedikt V. Warén ('85 )

Lestu um leikinn

Leik Vestra og Þórs er lokið í Lengjudeild karla.

Leikurinn hófst klukkan 15 en hann átti upphaflega að fara fram kl 14 eins og hinir leikirnir honum honum var frestað þar sem flugi Þórs til Ísafjarðar var frestað.

Veðrið hafði áhrif á leikinn en það var blautt og mikill vindur. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna en fyrra markið markið skoraði Chechu Meneses eftir langa sendingu úr aukaspyrnu frá Benedikt Waren undir lok fyrri hálfleiks.

Benedikt var aftur á ferðinni þegar skammt var eftir af leiknum og skoraði seinna mark Vestra.

Vestri siglir lygnan sjó í deildinni en Þór sæti fyrir ofan fallsæti, það er tölfræðilegur möguleiki á falli en það þarf kraftaverk til að Þróttur haldi sér í deildinni. Miði er möguleiki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner