lau 04. september 2021 09:08
Hafliði Breiðfjörð
Lögmaður Kolbeins: Réttargæslumaður Jóhönnu bað um 300 þúsund
Kolbeinn Sigþórsson á landsliðsæfingu í Þýskalandi í mars.
Kolbeinn Sigþórsson á landsliðsæfingu í Þýskalandi í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almar Möller lögmaður Kolbeins Sigþórssonar sendi í morgun frá sér yfirlýsingu vegna viðtals við Jóhönnu Helgu Jónsdóttur á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Jóhanna sagði í viðtalinu að hún og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hafi fengið boð um 300 þúsund króna greiðslu fyrir þagnarskyldusamning.

Almar segir það ekki rétt, heldur hafi réttargæslumaður Jóhönnu óskað eftir 300 þúsund króna miskabótargreiðslu og því til stuðnings vitnar hann orðrétt í tölvupóst frá réttargæslumanninum. Yfirlýsingu Almars má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Önnur kona stígur fram - „Ógnandi tilburðir sem hann viðhafði"

Yfirlýsing Almars Möller:
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 2. september sl. var viðtal við Jóhönnu Helgu Jensdóttur þar sem hún lýsti upplifun sinni af atviki sem varð haustið 2017 á milli hennar og Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistaðnum B5. Í viðtalinu staðhæfði Jóhanna að hún og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefðu fengið boð frá lögmanni um að skrifa undir þagnarskyldusamning gegn greiðslu á 300.000 krónum.

Undirritaður kom fram fyrir hönd Kolbeins í þessum samskiptum og átti m.a. samskipti við réttargæslumann Jóhönnu Helgu. Þann 3. apríl 2018 barst mér svohljóðandi tölvupóstur frá réttargæslumanninum:

„Hún sagðist mögulega vera tilbúin að falla frá kærunni gegn greiðslu miskabóta, bað mig að skoða það og heyra í þér. Ég kíkti á dómafordæmi og fyrir brot gegn 209./217. hafa miskabæturnar verið í kringum 300 þús kall.

Að teknu tilliti til þess geri ég eftirfarandi tillögu:

Miskabætur: 300.000,-

Lögmannskostnaður: 109.120,- (útkall (54þús) + 2 tímar (17þús))

ALLS: 409.120

Er þetta eitthvað sem þið gætuð mögulega fallist á?“


Staðhæfing um að lögmaður Kolbeins hafi boðið 300.000 króna miskabótagreiðslu er því röng.

Þetta gekk ekki eftir. Niðurstaðan varð sú að Kolbeinn greiddi samtals sex milljónir króna sem sáttargreiðslu þótt sú fjárhæð væri í engu samræmi við atvik málsins.

Almar Þ. Möller, lögmaður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner