Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 04. september 2021 17:01
Hafliði Breiðfjörð
Margrét eftir fallið: Trúi að leikmenn séu skuldbundnir verkefninu
Vonsviknar Fylkiskonur eftir fallið í Árbænum í kvöld.
Vonsviknar Fylkiskonur eftir fallið í Árbænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét ásamt Kjartani Stefánssyni á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Margrét ásamt Kjartani Stefánssyni á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Því miður var þetta niðurstaðan, þetta var virkilega svekkjandi en þetta var bara ekki nógu gott," sagði Margrét Magnúsdóttir einn þjálfara Fylkis eftir 1 - 2 tap gegn Þór/KA í dag en tapið þýðir að liðið er fallið úr Pepsi Max-deild kvenna þetta árið.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór/KA

„Ég hefði viljað sjá meira í leiknum í dag, mér fannst við eiga fullt inni en með þessu marki rétt fyrir hálfleikinn fannst mér við missa svolítið kraftinn því miður. Svo greip örvænting um sig og við ætluðum að skora tvö mörk í hverri sókn og það gekk bara ekki í dag eins og hefur ekki gengið í sumar."

Fannst þér vanta upp á að berjast fyrir lífi sínu? „Ég get ekki sagt að þær hafi ekki viljað þetta, einhvern veginn gekk þetta bara ekki eins og hlutirnir hafa spilast í sumar. Ég veit ekki ennþá hver ástæðan er fyrir því en hef ákveðnar hugmyndir um það. Því miður gekk þetta ekki í dag.

Hvað þýðir þetta fyrir Fylki, heldurðu að það verði miklar breytingar hérna? „Ég held að það verði breytingar. Það er eins og það er ef liðið fer niður. Núna er boltinn hjá leikmönnum og þjálfurum hvað þau vilja gera. Því miður er staðan þannig og ég treysti bara á að við stöndum vel saman og komum þessu liði aftur upp þar sem það á að vera."

Kjartan Stefánsson þjálfaði liðið með Oddi Inga Guðmundssyni á fyrri hluta tímabilsins en þegar Oddur hætti kom Margrét og Jón Steindór Þorsteinsson inn í teymið. Hvernig var skipulagið, voru þau öll þjálfarar liðsins?

„Kjartan er aðalþjálfari liðsins og var það með Oddu en svo komum við inn og þá tökum við þetta þrjú saman. Ég hafði mjög mikla trú á að þetta fyrirkomulag myndi virka og trúði því alveg fram á síðustu stundu og þegar hann flautaði leikinn af að það myndi virka vel fyrir okkur. Það gerði það ekki því miður."

Hvað vilt þú gera? Verður þú áfram?
„Ég er ekki að fara neitt, sama hvort ég verði hér eða yfirþjálfari áfram eða hvernig sem það er. Ég fer ekkert og svo kemur í ljós hvernig næsta tímabil verður, ég veit það ekki."

Kjartan vildi hætta með liðið á miðju tímabili en samþykkti að halda áfram með Margréti og Jóni Steindóri. Hann vildi ekki gefa viðtal í dag en ef við gerum ráð fyrir að hann hætti, myndi Margrét vilja taka við liðinu ein ef það býðst?

„Ég er alveg með það opið. Ég vildi gera þetta með Kjartani á miðju sumri, þá sagði ég - 'ég skal gera þetta með þér'. Ég trúði og fann að það myndi virika en það gerði það ekki. Svo verðum við að fara yfir hvað klikkaði og hvað við getum gert betur. Þetta er samspil þjálfara, leikmanna og allra sem koma að. Það er ekki hægt að henda skuldinni á einn mann, við verðum að finna hvað það var sem klikkaði hjá okkur og læra af þessu og verða stærri og betri. Þetta er svolítið fall að fara úr 3. sæti og fara niður. Það eru örugglega margar ástæður sem liggja að baki en nú er bara undir okkur komið að standa saman og bregðast við þessu eins og alvöru félag og alvöru lið."

Býstu við að margir leikmenn muni vilja fara og halda áfram með liði í efstu deild?

„Ég trúi því bara að leikmenn séu skuldbundnir þessu verkefni og komi sterkir til baka. Sama hvernig liðið verður samansett á næsta tímabili trúi ég að við förum upp aftur og það er það sem við ætlum að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner