Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. september 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Markamaskína mætir á Laugardalsvöll - Bætti met á Ólympíuleikunum
Mynd: Getty Images
Undankeppni HM kvenna 2023 hefst síðar í þessum mánuði en íslenska landsliðið mætir því hollenska þann 21. september á Laugardalsvelli.

Hollenska liðið er ógnarsterkt en það er í 4. sæti heimslistans. Í liðinu er ein almesta markadrottning heims. Vivianne Miedema.

Miedema var til umræðu í Heimavellinum. Dominos spurning þáttarins var um hana Miedema. Mist Rúnarsdóttir þáttarstjórnandi spurði gesti þáttarins, þau Anítu Lísu Svansdóttur knattspyrnuþjálfara og Guðmund Aðalstein Ásgeirsson fréttaritara Fótbolta.net hversu mörg landsliðsmörk hún sé með.

Miedema hefur leikið 100 landsleiki og skorað hvorki fleiri né færri en 83 mörk. Hún var með Hollandi á Ólympíuleikunum í sumar þar sem hún bætti met með því að skora 10 mörk í einu og sama mótinu.

Hún er á mála hjá Arsenal í dag en hefur einnig leikið með Herenveeen og Bayern Munchen. Hún er með 231 mark í 254 leikjum með félagsliðum sínum á ferlinum. Hún hefur tvisvar sinnum unnið gullskóinn í Meistaradeildinni og tvisvar í ensku deildinni.
Heimavöllurinn: Dauðafæri á Kópavogsvelli, Miedema mætir og miðvarðamergð
Athugasemdir
banner
banner
banner