lau 04. september 2021 11:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Myndi yfirgefa völlinn ef leikmenn yrðu fyrir rasisma
Mynd: EPA
Gareth Bale fyrirliði Wales segir að hann væri tilbúinn til að yfirgefa völlinn ef leikmenn liðsins yrðu fyrir kynþáttafordómum.

FIFA er að rannsaka atvik sem átti sér stað í leik milli Englands og Ungverjalands á dögunum þar sem Jude Bellingham og Raheem Sterling urðu fyrir kynþáttaníð.

„Ef eitthvað kemur fyrir leikmennina okkar og þeir myndu vilja yfirgefa er ég alveg klár í það. Undankeppnin er mikilvæg en þetta er mun mikilvægara en fótbolti," sagði Bale.

Wales á leik gegn Hvíta-Rússlandi á morgun og mætir síðan Eistlandi á miðvikudaginn. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Finnlandi í æfingaleik á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner