Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. september 2021 21:20
Aksentije Milisic
Rice telur þetta vera sitt síðasta tímabil hjá West Ham
Mynd: Getty Images
Declan Rice, miðjumaður West Ham, er einbeittur á tímabilið sem er í gangi hjá West Ham en hann er sagður búast við því að þetta verði samt hans síðasta með félaginu.

Þessi 22 ára gamli miðjumaður var sagður ósáttur með það að félagið hafi sett 100 milljóna punda verðmiða á hann.

Rice er tilbúinn til þess að skrifa undir nýjan samning við West Ham en hann vill að klásúla verði sett í þann samning. Í þeirri klásúlu mun það felast að hann geti farið frá félaginu ef ákveðin upphæð er boðin í leikmanninn.

Manchester United, Manchester City, Liverpool og Chelsea eru öll sögð áhugasöm um leikmanninn en hann hefur staðið sig frábærlega hjá West Ham og enska landsliðinu að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner