Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. september 2021 13:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sýnir að hann er inn í myndinni hjá Real Madrid"
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er í Meistaradeildarhópi Real Madrid.
Er í Meistaradeildarhópi Real Madrid.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen var í gær valinn í Meistaradeildarhóp hjá spænska stórveldinu Real Madrid í gær.

Það var gefinn út 40 manna hópur og var þar Andri Lucas á meðal leikmanna.

Andri, sem er 19 ára gamall sóknarmaður, lék sinn fyrsta A-landsleik í á fimmtudag er hann kom inn á sem varamaður gegn Rúmeníu. Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari og einn besti fótboltamaður í sögu Íslands, smellti kossi á son sinn áður en hann fór inn á.

„Mér finnst þetta frábært. Þetta er stór hópur en það er sama. Þú ert einn af 40," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, þegar hann var spurður út í Andra á fréttamannafundi.

„Hvort sem það er Andri Lucas, Mikael Egill, Andri Fannar eða Ísak... þetta eru rosalega ungir drengir og það er rosalega sterkt að vera með þessa stráka á þessum stað núna. Þegar síðasta kynslóð var að byrja, þá áttum við nokkra leikmenn á þessum aldri sem voru á mjög góðum stað á þeim tímapunkti á þeirra ferli. Við erum að reyna að tengja við að þetta sé framtíðin. Við erum líka með stráka sem eru fæddir 1998, 99 og 2000. Við eigum fullt af efnilegum leikmönnum og þeir eru að taka réttu skrefin í sínum félagsliðum," sagði Arnar.

„En þessi réttu skref í félögunum eru ekki þau sömu og með landsliðinu. Augnablikin í landsliðunum eru mikilvægari, hver einasta sekúnda er mikilvæg. Það er ekki í boði að gera mistök í landsliðunum. Þessir hlutir verða allir að fá að læra, og þú getur bara lært það á vellinum með að fylla heilabúið af upplýsingum sem gerast inn á vellinum; það er ekki hægt að gera það í PlayStation eða með að horfa á fótboltaleiki."

Arnar og Kári Árnason, sem var á fundinum, voru spurðir að því hvernig Andri hefur verið að koma inn í hópinn.

„Við vitum hvað Andri Lucas getur og hvað hann hefur verið að gera með sínu liði. Það er kannski best að Kári svari því hvernig hann hefur verið að koma inn í hópinn," sagði Arnar og þá tók Kári til máls.

„Hann er flottur. Hann hefur staðið sig vel á æfingum og er hógvær og flottur strákur, ólíkt föður hans," sagði Kári og glotti.

„Þetta er rosalega flottur strákur og metnaðarfullur. Hann á bara eftir að bæta sig. Það er frábært skref fyrir hann að vera í þessum Meistaradeildarhópi og sýnir að hann er inn í myndinni hjá Real Madrid, hvorki meira né minna! Hann á framtíðina fyrir sér og þetta lítur mjög vel út. Hann verður bara að halda áfram á sömu braut og kannski þyngja sig aðeins með lyftingum," sagði varnarmaðurinn öflugi.
Athugasemdir
banner
banner