Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. september 2021 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þá þarf að finna einhvern annan þjálfara"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir að það sé mikilvægt að búa til ákveðinn ramma ef upp koma mál líkt og hafa komið upp síðustu daga.

Kolbeini Sigþórssyni var vísað úr landsliðshópnum síðasta sunnudag eftir að tvær konur stigu fram og sögðu frá ofbeldi af hans hálfu.

Samkvæmt heimildum 433.is þá mættu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir frá Stígamótum á fund með stjórnarfólki KSÍ og ræddu vandamál sambandsins. „Fengu þær að sjá leikmannalistann sem Arnar Þór Viðarsson hafði valið. Tjáðu þær stjórnarfólkinu að best væri að banna Kolbeini og Rúnari (Má Sigurjónssyni) að mæta í verkefnið. Varð stjórnin við þessari ósk þeirra og skipaði Arnari að taka þá úr hópnum en Rúnar hafði þegar afboðað komu sína," segir í grein 433.is

Arnar var spurður að því hvernig hann myndi bregðast við ef slíkt myndi gerast aftur í framtíðinni.

„Ég ætla að svara þessari spurningu óháð því sem gerðist á sunnudag," sagði Arnar.

„Eina sem ég get sagt - og það hefur ekki með nein mál að gera - er að fyrir íþróttirnar í heild og samfélagið að það verður að vera rammi um það hvað þarf að gerast áður en það er ekki í boði fyrir þjálfara að velja ákveðna leikmenn. Sá rammi þarf að vera skýr, hvort sem það er kæra til lögreglu eða hvað, ég hef ekki vit á því. Þessi rammi þarf að vera klár."

„Það er ómögulegt fyrir okkur sem þjálfara að vinna okkar starf ef við þurfum að hringja inn nöfn til stjórnar eða í hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt. Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það, þá þarf að finna einhvern annan þjálfara."

„Það þarf að gera þetta fljótt. Þessi rammi þarf að vera klár eins fljótt og hægt er. Við þurfum að geta unnið eftir einhverjum ramma. Þetta er fyrir ÍSÍ eða jafnvel stjórnmálamenn í landinu," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner