Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. september 2021 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Thiago hefur ekki getað notið sín á Englandi
Mynd: EPA
Thiago Alcantara er á sínu öðru tímabili með Liverpool eftir að hann gekk til liðsins frá Bayern Munchen í fyrra.

Thiago segir í viðtali að hann sé í Liverpool til að berjast um alla titla sem í boði eru.

„Ég er með sömu tilfinningu og ég hef haft í öllum liðum sem ég hef spilað með, það er að stefna eins hátt og hægt er," sagði Thiago í viðtali við Liverpoolfc.com.

„Það þýðir að vinna alla titla sem í boði eru: Deildina, Meistaradeildina og bikarkeppnirnar líka. Það er alltaf markmiðið. Engin breyting á frá síðasta ári eða árinu þar áður. Við viljum vinna allt og höfum hungrið í að ekki bara vinna allar keppnirnar heldur alla leiki sem við förum í."

Thiago er svekktur að hafa ekki geta notið Liverpool borgar almennilega þar sem Covid faraldurinn hefur skemmt fyrir.

„Ég veit ekki hvort ég geti talið þetta sem ár af reynslu á Englandi útaf Covid þá hefur allt verið lokað svo við gátum ekki notið þess að vera hér nóg af því leiti. Á deildina litið þá hef ég eins árs reynslu af því hversu mikil samkeppni og hraði í leiknum er hér."
Athugasemdir
banner
banner
banner