lau 04. september 2021 17:58
Aksentije Milisic
Undankeppni HM: Haaland skoraði í sigri - Mitrovic með tvennu
Haaland fagnar.
Haaland fagnar.
Mynd: Getty Images
Mitrovic.
Mitrovic.
Mynd: Getty Images
Sex leikjum er lokið í undakeppni HM 2022 í dag en spilað er í A, D, F, G og H riðli.

Í A riðli vann Serbía góðan heimsigur á Lúxemborg þar sem Aleksandar Mitrovic gerði tvennu fyrir Serba. Á sama tíma skildu Írland og Azerbaijan jöfn, 1-1.

Portúgal og Serbía eru jöfn að stigum í tveimur efstu sætunum eftir fjórar umferðir.

Í D-riðli vann Finnland 1-0 sigur á Kazakhstan fyrr í dag en í kvöld eigast við Frakkland og Úkraína. Í G-riðli er einum leik lokið en þar unnu Norðmenn 2-0 útisigur á Lettum. Erling Braut Haaland skoraði fyrra mark leiksins.

Noregur er með tíu stig eftir fimm leiki í efsta sæti riðilsins. Tyrkland er í öðru með átta stig og Holland og Svartfjallaland þar fyrir neðan með sjö stig. Holland og Svartfjallaland mætast í kvöld á sama tíma og Gíbraltar og Tyrkland.

Í H-riðli eru tveir leikir búnir. Rússland vann 2-0 sigur á Kýpur og þá lagði Slóvenía Möltu að velli. Í kvöld mætast síðan Slóvakía og Króatía í mikilvægum leik en aðeins fjögur stig skilja að fjögur efstu sætin í þessum riðli.

Ireland 1 - 1 Azerbaijan
0-1 Emin Mahmudov ('45 )
1-1 Shane Duffy ('87 )

Serbia 4 - 1 Luxembourg
1-0 Aleksandar Mitrovic ('22 )
2-0 Aleksandar Mitrovic ('35 )
2-1 Olivier Thill ('77 )
3-1 Maxime Chanot ('82 , sjálfsmark)
4-1 Nikola Milenkovic ('90)
Rautt spjald: Gerson Rodrigues ('90)

Finland 1 - 0 Kazakhstan
1-0 Joel Pohjanpalo ('60 )

Latvia 0 - 2 Norway
0-1 Erling Haland ('20 , víti)
0-2 Mohamed Elyounoussi ('66 )

Cyprus 0 - 2 Russia
0-1 Aleksandr Erokhin ('6 )
0-2 Rifat Zhemaletdinov ('55 )

Slovenia 1 - 0 Malta
1-0 Sandi Lovric ('45 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner