Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. september 2021 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verðmæti leikmannahóps Barcelona hríðfallið
Mynd: Getty Images
Það eru mikil fjárhagsleg vandamál hjá Barcelona um þessar mundir.

Eins og frægt er orðið gekk Lionel Messi til liðs við PSG eftir 17 ára feril með aðalliði Barcelona. Messi og Barcelona komust ekki að samkomulagi um nýjan samning.

Eins og áður segir hefur Barcelona verið í miklum fjárhagsvandamálum og liðið reyndi að fá Messi til að lækka launin sín um 50%.

Verðmæti leikmannahópsins hefur lækkað umtalsvert síðustu ár en Luis Suarez yfirgaf liðið í fyrra og Antoine Griezmann sameinaðist honum hjá Atletico Madrid á dögunum.

Hópurinn var metinn á 1.15 milljarð punda árið 2017 en í dag á tæpa 700 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner