Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 04. september 2022 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti ætlar að nota Iker Bravo
Mynd: Getty Images

Real Madrid staðfesti kaup á Iker Bravo, 17 ára framherja U17 ára landsliðs Spánar, á lokadögum sumargluggans.


Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Carlo Ancelotti fær inn til Real Madrid frá því að hann tók við félaginu fyrir rúmlega ári síðan. Allir leikmenn sem félagið hafði hingað til fengið voru annað hvort á óskalista Zinedine Zidane eða stjórnenda félagsins.

Bravo kemur frá Bayer Leverkusen og mun spila með akademíuliði Real en Ancelotti ætlar þó að nota hann á tímabilinu samkvæmt frétt frá Marca.

Í fréttinni er greint frá því að Bravo hefur verið skráður í leikmannahóp Real Madrid bæði í spænsku deildinni og Meistaradeildinni ásamt hinum efnilega Vinicius Tobias.

Bravo gæti því orðið yngsti markaskorari í sögu Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Raúl var 18 ára og 113 daga gamall þegar hann skoraði en Bravo á ekki 18 ára afmæli fyrr en eftir áramót.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner