Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. september 2022 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Ótrúleg endurkoma KA í uppbótartíma
Jakob Snær Árnason tryggði KA stig
Jakob Snær Árnason tryggði KA stig
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fred Saraiva skoraði tvö fyrir Fram
Fred Saraiva skoraði tvö fyrir Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fram 2 - 2 KA
1-0 Frederico Bello Saraiva ('55 )
2-0 Frederico Bello Saraiva ('70 )
2-1 Gaber Dobrovoljc ('91 )
2-2 Jakob Snær Árnason ('94 )
Lestu um leikinn

Fram og KA gerðu 2-2 jafntefli í 20. umferð Bestu deildar karla í Úlfarsárdal í kvöld. KA var tveimur mörkum undir í uppbótartíma en náðu að þruma inn tveimur mörkum áður en flautað var til leiksloka.

Gestirnir fengu hættulegasta færið í fyrri hálfleiknum er Nökkvi Þeyr Þórisson komst einn í gegn en hann skaut framhjá af nokkurra metra færi.

Það var mikil barátta sem einkenndi þennan fyrri hálfleik en hann var þó að mestu leyti tíðindalítill.

Heimamenn tóku forystuna á 55. mínútu leiksins. Albert Hafsteinsson fór illa með vörn KA áður en hann kom boltanum fyrir á Fred Saraiva sem setti hann örugglega í fjærhornið.

KA kom sér í frábæra stöðu til að jafna leikinn rúmum tíu mínútum síðar er Nökkvi Þeyr kom með góðan bolta fyrir markið á Daníel Hafsteinsson sem skallaði hann að marki en boltinn á einhvern ótrúlegan hátt fór ekki yfir línuna.

Framarar refsuðu með öðru marki nokkrum mínútum síðar og aftur var það Fred. KA hafði hent mörgum leikmönnum fram völlinn og það gaf heimamönnum tækifæri á að sækja hratt. Aftur var það Albert á hægri vængnum, fyrirgjöfin hárfín á Fred sem gerði annað mark sitt í leiknum.

Jakob Snær Árnason kom sér í algert dauðafæri tveimur mínútum eftir markið. Hann komst einn gegn Ólafi Íshólm en skotið beint á markvörðinn.

Fjórum mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og þarf hófst dramatíkin.

Gaber Dobrovoljc stangaði hornspyrnu Sveins Margeirs Haukssonar í markið þegar um mínúta var liðin af uppbótartímanum og þegar leikurin var alveg að fjara út kom jöfnunarmarkið.

Gestirnir spiluðu boltanum sín á milli áður en Jakob Snær tók við honum, staðráðinn í að bæta upp fyrir dauðafærið sem hann fékk fyrr í leiknum og það gerði hann. Jakob átti lúmskt skot í fjærhornið og inn fór boltinn.

Magnaðar lokamínútur í Úlfarsárdal. Gríðarlegt svekkelsi fyrir Framara sem eru í baráttu um að komast í efri hlutann fyrir skiptingu deildarinnar. Fram er nú í 7. sæti með 24 stig, þremur stigum á eftir KR þegar tvær umferðir eru eftir af þessum 22 umferðum.

KA á meðan í 2. sæti og 8 stigum á eftir Breiðabliki sem getur endanlega stungið af og farið langleiðina með að tryggja sér titilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner