Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. september 2022 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Eiður Smári: Við megum ekki hengja haus
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, sagði eftir markalausa jafnteflið gegn Leikni í dag að liðið megi ekki hengja haus en liðið er áfram í harðri fallbaráttu þegar tvær umferðir eru eftir af 22 umferðunum. Þetta segir hann í viðtali við Vísi.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 FH

FH-ingar fengu svo sannarlega færin til að vinna Leiknismenn í dag en liðið fékk tvær vítaspyrnur í leiknum og koma sér oft í góðar stöður.

Markið kom þó aldrei. Þetta var hins vegar þriðji leikurinn sem FH fær ekki á sig mark og er liðið með fimm stig úr síðustu þremur leikjum.

„Við megum ekki hengja haus. Það eru fjórir dagar síðan við vorum í skýjunum og svo erum við svekktir í dag. Við höldum hreinu í þriðja sinn í röð í deildinni sem er jákvætt,“ sagði Eiður við Vísi eftir leikinn.

„Það vantaði aðeins orku, hvort það var smá þreyta eða hvað. Það tók okkur góðan hálftíma að koma okkur inn í leikinn en við áttum fínustu kafla og nokkur þokkaleg færi. Eitt stig, við tökum það með okkur."

Steven Lennon brenndi af vítapunktinum annan leikinn í röð en hann þrumaði boltanum í slá í byrjun síðari hálfleiks. Þá varði Viktor Freyr Sigurðsson vítaspyrnu Björns Daníels Sverrissonar undir lok leiksins.

„Ég á rosalega erfitt með að gagnrýna menn fyrir einhver einstaklingsmistök eða að misnota vítaspyrnu því það eru allir að gera þetta af einlægni. Það er enginn sem ætlar sér að klúðra á einhverjum svona augnablikum.“

„Ég horfi ekki svo mikið á það, ég horfi miklu frekar á hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við náðum smám saman að bæta okkar leik og setja pressu á Leiknismenn. Það er margt sem ég er ánægður með og margt sem ég er svekktur yfir,“
sagði Eiður í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner